Bletturinn minn
það er blettur á höndinni á mér
hann vísar mér veginn
ég rétti út handlegginn og fylgi á eftir
og ég trúi því að nú muni eitthvað gerast
og ég trúi því að allar stytturnar brosi til mín
hver einasti hlutur endurfæddur í sunnudagssólinni
glænýir bílar fyrir framan hvert hús
snjótittlingar fljúga í hring
um höndina á mér
það snjóar og snjóar
og borgin er orðin hvít
og ég trúi því að nú muni eitthvað gerast
og ég trúi því að allar stytturnar brosi til mín
og ég er orðinn hvítur og fötin orðin hvít
eins og í auglýsingu þar sem allt er endurnýtt
Það borgar sig ekki
það borgar sig ekki að vita of mikið
það snýst í höndum á manni
það borgar sig ekki að heyra of mikið
um vini þína frá öðrum
því þeir geta sagt þér frá
þegar stundin rennur upp
það mun sjást í svipnum á þér
ef þú veist um allt á undan
það borgar sig ekki að vita of mikið
um þína nánustu
það borgar sig ekki að vita of mikið
láttu eyðurnar vera
því þekkingin getur eyðilagt
það var eitthvað þannig sem Adam hafði sagt
traustið er eina leiðin heim
þegar GPS-ið bilar
það borgar sig ekki að vita of mikið
eitthvað mun gerast hvort sem er
það borgar sig ekki að vita of mikið
eyddu orkunni í annað
stundum þarf að treysta tímanum
eða jafnvel bara tilviljun
en lífið býr til með tímanum
sínar eigin skrítnu rafmagnslínur
Huldi akurinn
inni í skóginum eftir malarvegi
sem breytist í moldveg
liggur huldi akurinn
og blómin þar
ég get sýnt þér þau
snákar og kanínur koma og fara
líta á mann með forvitnum augum
en vernda okkur ekki
þau geta ekki verndað neinn
en komdu bara
þú getur séð þetta sjálf
þú mátt alveg koma
og sjá þetta sjálf
huldi akurinn er umkringdur furutrjám
þar syngja meginlandsfuglar
sem þú hefur kannski aldrei séð
og gulu blómin
safna sínum býflugum
froskar hlýja sig í sólinni
sem er ekki ólík íslensku sólinni
báðum er alveg sama um mig
þeim er líka alveg sama um þig
eða svona sýnist mér
en komdu bara
þú getur séð þetta sjálf
þú mátt alveg koma
og sjá þetta sjálf
Vitlaust hús
allan þennan tíma
hef ég verið að skoða vitlaust hús
en svona fer það stundum
ekkert stórmál
ég vann á krana
á ljósmynd til að sanna það
en lyfti aldrei þakinu af þessu húsi
jafnvel óvart
en húsið sem ég skoðaði
ég fann út ýmislegt um það
sem virðist eiga við hús almennt
vinnupalla, pizzusendla
hvernig dreifiritin berast inn
allan þennan tíma
var ég að skoða vitlaust hús
nú er ég alveg hættur
að líta til hliðar
þegar ég geng framhjá
en það var ekki tímasóun
ekki heldur tilgangslaust
Náman
förum niður í námuna
inn á kolsvarta túnið
þar sem djöfullinn syngur
eins og reykskynjari
andaðu hægt
andaðu hljótt
því slökkvitæki djöfulsins
svæfa ástina
kæfa ástina
slæva ástríðurnar
og djöfullinn minn
kannast við djöfulinn þinn
förum upp aftur
með gimsteinana
veltum okkur í grasinu
meðan sólin skín
meðan sólin skín
meðan sólin skín
það er unnið í námunni
meðan sólin skín
það er unnið í námunni
meðan sólin skín
Passaðu þig
geymdu þessa óskalista
í vasa þínum
en passaðu þig á þeim
þú mátt alveg mæta seint
einu sinni enn
þegar eitthvað á þeim kallar þig heim
á endanum er hljótt
og engin hreyfing
samkvæmt mörgum góðum sögum
til að skríða á gleri
þarf að læra af kónguló
en ég sé hana ekki hér
pláss og fjarlægð
finndu eitthvað
í sama stíl
brúnir þræðir
nægja ekki
til að bjarga neinum úr sökkvandi bíl
og ég á ekki reipi
ekki límband ekki neitt
þó að ég vildi
til að skríða á gleri
þarf að læra af kónguló
en ég sé hana ekki hér
Ljósmynd
ég teikna á filmu
með kerti
annars hugar
þegar myrkrið leysist upp
hendi vasaljósi
í höfnina
horfi á skímuna
þangað til hún hverfur
ég fæ lánuð
orðin þín og myndavél
aftur og aftur
augu myndast á filmunni
eftir smá tíma
en dökkgrátt verður að svörtu
og ljósgrátt verður að hvítu
í hvert skipti
er aðeins meira horfið
suð og hjal um ekki neitt
símanúmer, tékklistar
stríða mér
fara inn og út um hausinn á mér
en stundum er aðeins eitt
tækifæri sem maður fær
og eina ljósmynd
þó mann langi í fleiri
ég fæ lánuð
orðin þín og myndavél
aftur og aftur
augu myndast á filmunni
eftir smá tíma
en dökkgrátt verður að svörtu
og ljósgrátt verður að hvítu
í hvert skipti
er aðeins meira horfið
Suðaustanátt
það blæs að austan
og í fyrstu skipti lengi
er mér sama um rigninguna
því ég er þreyttur
og vil að hann blási
þessa spýtu út úr mér
ég vil að hún fjúki
nenni ekki að halda henni
ég hef engan áhuga
á að búa til hreiður
fyrir þessa spýtu
ég hef engan áhuga
á að gefa henni dúkku
eða nýjan áttavita
og mér er alveg sama
hvar hún týndi
hleðslutæki sínu
ég vil að hún fjúki
nenni ekki að halda henni
flugdrekar mega
alveg eiga sterka tvinnann
mig langar ekki í hann
ég vil bara rok
og rigningin er ágæt
hvað við erum heppin að búa hér
það mun sjást á eftir
hvað við erum heppin að vera hér
Einbreið brú
hvassviðri um nóttina
vindurinn blés mig beint að þér
rigning og hálka
þú veist hvernig þetta fer
við fengum okkur far
það kom spænskur silfurfugl
laugardagsmorgun
allir töldu það vera rugl
mig dreymdi einbreiða brú
við silfurhúðað birkitré
og ég vildi bjóða þér
öll mín súkkulaði jarðarber