Kærar þakkir fyrir að kíkja inn, og velkomin(n).

(Fyrst þú ert hér, deili ég smá leyndarmáli sem hefur veitt mér ánægju - á Eiðistorgi á Seltjarnarnesi hefur verið lítið ókeypis bókahorn sem bókasafnið hefur séð um - og ýmsir gullmolar detta inn!)

Það er helst í fréttum hér um miðbik vetrarins að nýi diskurinn minn er kominn út, sem heitir Umvafin loforðum, með píanótónlist. Hann er fáanlegur núna í 12 tónum, en líka á bandcamp. Þar finnst líka diskurinn minn Sjórinn bak við gler, og fleira.

Skál fyrir skammdeginu! Og plánetunum og stjörnunum sem sjást ekki í júlí.


eldra efni

paul lydon  # music  |  persian  |  ís